Það er ekki alltaf stærðin sem skiptir máli – heldur bragðið! Slæders hafa löngum verið vinsælir fyrir einfaldleika og vera minni í sniðum en hinn hefðbundi hamborgari. En hvaðan kemur þessi litli hamborgari, og hvað gerir hann svona sérstakan?
Slæders eiga rætur sínar að rekja til ársins 1921, þegar White Castle í Kansas, sem var jafnframt fyrsta hamborgarar keðjan í Bandaríkjnunum, hóf að selja litla hamborgara sem hentuðu fullkomlega fyrir þá sem vildu létta og fljótlega máltíð.
Hins vegar var það White Manna í Hackensack, New Jersey, sem hefur mótað slæderinn eins og við þekkjum hann í dag. Þar eru litlir hamborgarar steiktir á flatpönnu með lauk og osti, settir í mjúkar brauðbollur og bornir fram með látlausum hætti. Þessi einfaldleiki hefur haldist óbreyttur í áratugi.
Á Brixton höfum við tekið þetta sígilda konsept og fært það í nútímalegan búning. Við leggjum áherslu á gæða hráefni og nýstárlegar útfærslur, þannig að hver munnbiti skili fullkominni upplifun.
Komdu og smakkaðu Brixton slæders – litlir í stærð en óviðjafnalegir á bragðið!