Brixton er nýtt “slædera” konsept þar sem boðið er uppá skemmtilegt úrval af hamborgurum í smárétta stíl.
Brixton er staðsettur á Tryggvagötu 20 – beint á móti Listasafni Reykjavíkur
Hugmyndina að baki Brixton má rekja til London, þar sem Sigurður og Róbert störfuðu saman við rekstur Tommi’s Burger Joint. Reglulega leituðu þeir innblásturs í Brixton – eitt þekktasta og litríkasta hverfi borgarinnar, þekkt fyrir tónlist, menningu og matarmarkaði sem iðar af lífi.
Þegar kom að því að opna sinn eigin stað var nafnið augljóst: Brixton. Staður sem sameinar fjölbreytileikann, orkuna og stemninguna þar sem allt er leyfilegt.
Velkomin á Brixton – Reykjavík
