🤌🏻 Siggi Chef hefur heldur betur slegið í gegn á Götubitahátíðinni síðustu tvö ár. Í fyrra þá sigraði hann keppnina „Besti Götubiti Íslands 2024“ og í ár hlaut hann annað sætið – og má vel við una, enda hátíðin aldrei verið stærri.
Mikill áhugi hefur verið á réttunum hans Sigga, með löngum röðum og „sold out“ alla daga hátíðarinnar – þá komust færri að en vildu!
Af því tilefni ætla Götubitinn, Siggi Chef og Brixton að sameinast í eitt stutt og skemmtilegt pop up kvöld – aðeins laugardaginn 27. júlí!
Matseðill kvöldsins:
🤌🏻 Hægeldað nautabrisket, jalapeño hot honey, trufflukrumblur, aioli og brauð
🤌🏻 Pulled pork pastrami með lauk, brisket sultu, kimchi mayo og stökkum beikon
🍟 Dirty fries og annað smá vesen verður einnig í boði!
📍 Takmarkað upplag – tryggðu þér borð strax!
📅 Laugardagur 27. júlí
🕔 Frá kl. 17:00 þar til „sold out“