mars 14, 2025

Hvað er slæder?

White Manna í New Jersey

Slæders – Smáir í sniðum, geggjaðir á bragðið!

Það er ekki alltaf stærðin sem skiptir máli – heldur bragðið! Slæders hafa löngum verið vinsælir fyrir einfaldleika og vera minni í sniðum en hinn hefðbundi hamborgari. En hvaðan kemur þessi litli hamborgari, og hvað gerir hann svona sérstakan?

Uppruni slæders

Slæders eiga rætur sínar að rekja til ársins 1921, þegar White Castle í Kansas, sem var jafnframt fyrsta hamborgarar keðjan í Bandaríkjnunum,  hóf að selja litla hamborgara sem hentuðu fullkomlega fyrir þá sem vildu létta og fljótlega máltíð. 

Hins vegar var það White Manna í Hackensack, New Jersey, sem hefur mótað slæderinn eins og við þekkjum hann í dag. Þar eru litlir hamborgarar steiktir á flatpönnu með lauk og osti, settir í mjúkar brauðbollur og bornir fram með látlausum hætti. Þessi einfaldleiki hefur haldist óbreyttur í áratugi.

Hvað gerir slæderinn svona einstakan?

  • Fullkomin stærð fyrir fjölbreytni – Hver slæder er lítill og nettur og er um 55 grömm, sem gerir þá fullkomna til að smakka fleiri en eina tegund í einni máltíð.
  • Laukurinn er lykilatriði – Klassískir slæders eru steiktir á pönnu með smössuðum lauk, sem gefur þeim djúpt og ríkt bragð.
  • Einstakt bragð í minni skömmtum – Hvort sem þú velur ostborgara, safaríkan brisket slæder eða stökkan kjúkling, færðu einstaka bragðupplifun í hverjum bita.

Á Brixton höfum við tekið þetta sígilda konsept og fært það í nútímalegan búning. Við leggjum áherslu á gæða hráefni og nýstárlegar útfærslur, þannig að hver munnbiti skili fullkominni upplifun.

Komdu og smakkaðu Brixton slæders – litlir í stærð en óviðjafnalegir á bragðið!

Skoða matseðil!

latest news