desember 6, 2024

Brixton opnar í Reykjavík

Velkomin á Brixton

Brixton er nýtt “slædera” konsept þar sem boðið er uppá skemmtilegt úrval af hamborgurum í smárétta stíl.

Að Brixton standa Helgi Svavar Helgason, Sigurður Gunnlaugsson, Róbert Aron Magnússon og Guðmundur Gunnarsson, en þetta reynslumikla teymi hefur áður staðið að fjölmörgum veitingastöðum og stórviðburðum.

Brixton er staðsettur á Tryggvagötu 20 – beint á móti Listasafni Reykjavíkur 

Hugmyndin

Hugmyndin að baki Brixton má rekja til þegar Sigurður og Róbert bjuggu í London, þá sóttu þeir mikinn innblástur víðsvegar um London þegar kom að mat og upplifun. Nafnið á staðnum er einmitt dregið af einu mest “vibrant” hverfi i London – Brixton, Sw2, en þar er t.d. að finna Brixton Market, Pop Brixton, og fleirri frábæra staði.

Í Brixton hverfinu er að finna gríðarleg fjölbreytni þegar kemur að tónlist og mat og erum við því að blanda saman okkar upplifun af London og Brixton i eitt. Fjölbreytni í mat, tónlist og stemningu þar sem allt er leyfilegt.

Velkomin á Brixton – Reykjavík

latest news