Brixton er nýtt “slædera” konsept þar sem boðið er uppá skemmtilegt úrval af hamborgurum í smárétta stíl.
Að Brixton standa Sigurður Gunnlaugsson og Róbert Aron Magnússon en þetta reynslumikla teymi hefur áður staðið að fjölmörgum veitingastöðum og stórviðburðum. Siggi Chef vann keppnina um "Besti Götubiti Íslands 2024: European Street Food Awards, og hafnaði í öðru sæti árið 2025
Brixton er staðsettur á Tryggvagötu 20 - beint á móti Listasafni Reykjavíkur